Mar 5, 2008

Svei mér þá ef ég er ekki bara skotinn

Ekkert nema orð svo máttlaus smá
á ég handa þér og finnst það miður.
Hugur minn er allt það sem ég á
ef þú vilt þá skal ég helga hann yður.
Þó ekki mun hann auðinn færa þér
má annað meira og betra í hann nota.
Sæki þér að heimsins ólánsher
hjá mér áttu ósökkvandi flota.

Ef að lífið leika mun þig grátt
læt ég ekki staðarnumið, nægja.
Að fá þig til að brosa smátt og smátt,
smæla eða verða bara sátt.
Ég mun koma þér til þess að hlæja.

Jan 22, 2008

Jájajá

Stjórnmál og pólitík stórlega leiðast mér,
stefnulaus er í þeim málum gervöllum.
Flestir spá aðeins í framan hjá sjálfum sér,
fávitar sinna best peninga köllum.
Skriffinska öll þýðir helvítis hausverkur,
og hamingja fólks getur verið að veði.
Þó aldrei ég mun teljast maður neitt stórmerkur,
mun ég samt fegin því á dánarbeði.

Dec 25, 2007

Jóla-hvað

Gleðileg jólin og guð gefi þér,
gæfu og allt það sem dreymir þig.
Þó glitrandi fáir ei gjafir frá mér,
gerðu það erfðu það ei við mig.
Ef vissi ég hvað þú nú vildir að gjöf,
vandamál yrði það harla neitt.
Ég færandi kæmi með heiminn og höf,
handa þér innpakkað jólaskreytt.

Vildir þú hágæða heimabíó,
helvíti splunkufínt steríó.
Viljir þú eitthvað svo lítið og létt,
látlaust en bragðgott svo dásamlegt nett.
Ég get svo sem pakkað inn prins póló!

Viljir þú aðeins fá ást jafnvel knús,
æðislegt fínt er að spara.
Í kaupbæti skal ég þá skenkja þér djús,
og skella´ uppúr, brosa og fara.
Geti ég örlítið glatt þig með því,
að gefa þér oggupons bros hér.
Hér með ég gef þér nú hálftima frí,
frá helvítis tuðinu í mér.

Dec 15, 2007

Jólasaga

Hún Sigrún gamla hafði einu sinni verið lítil og sæt og allir vildu knúsa hana undir sænginni sinni en núna var hún grámygluð tuðandi kelling með moggablogg.

Þennan dag vaknaði Sigrún öskuíll eins og venjulega og ákvað að vera sérstaklega pirrandi í dag. Hún byrjaði daginn á því að skrifa harðorða lesendagrein í fréttablaðið um pólverjana sem væru vaðandi upp og niður Laugaveginn og óneitanlega svertu ímynd bæjarlífsins. Hún væri bara varnarlaus sjötug kona sem hefði ekki undan að berja frá sér helvítis útlendingahundana sem væru alltaf að reyna að hópnauðga henni þegar hún fór í bakaríið.

Að því loknu skráði hún sig á einkamál.is undir notendanafninu Stóri Friðrik og hófst handa að senda fráskildum konum sem voru þar í leit að ástinni í lífi sínu svæsin skilaboð og heimtaði að fá að setja í þær núna strax, helst fyrir hádegi.

Eftir góðan klukkutíma af dónaskap fékk sér hún tesopa og íhugaði næsta myrkraverk. Sigrún stundaði það oft í hvassviðri að fá sér göngutúr, nærbuxnalaus í of stuttu pilsi. Í dag var bongóblíða þannig að það var ekki viðeigandi. Hún lét ekki deigan síga heldur hringdi á lögregluna og sagði Gunnar póstburðamann vera að áreita börn þarna í hverfinu. Hún faxaði löggunni mynd af honum sem hún hafði dundað sér við í frítíma sínu að photoshoppa aftan á kýr eina sem var bröndótt og hét Huppa.
Gunnar átti sér einskis ílls von þegar hann var hirtur af Einari aðstoðarvarðstjóra á Grettisgötunni. Hólmfríður á Grettisgötu 16 fékk ekki reikningana sína þann daginn.

Nú var Þjóðarsálin í útvarpinu og Sigrún hringdi eins og alltaf og hélt langa tölu um dónaskap í hundaeigendum sem leyfðu skepnunum sínum að kúka á gangstéttir miðbæjarins. Einnig hafði hún orð á að borgastjóri væri fyllibytta sem flengdi smástelpur í kjallaranum heima hjá sér og borgaði þeim í fölsuðum skilríkjum svo þær komist inn á skemmtistaði undir aldri til að verða svívirtar af Bmw eigendum með strípur.
Sælubros kom á varir Sigrúnar þegar hún slakaði á í heita pottinum í vesturbærjarlauginni í alltofþröngum gegnsæjum sundbol. Eftir slökunina ruglaðist hún viljandi á karla og kvennaklefunum því hún vissi að 4.RE væri í skólasundi núna og vildi hræða blessuðu drengina.

Þegar heim var komið fór hún á moggabloggið sitt og ritaði eftirfarandi færslu:

Mér blöskra ungafólkið í dag og hvernig samfélagið er orðið. Nú er ég kona á besta aldri og aldrei hef ég orðið eins vör við það hvað kærleikurinn er fjarlægur hjarta fólksins. Enginn er tilbúinn að aðstoða lítilmagnan og vinna saman að góðu kristnu kærleikssamfélagi. Mannvonskan er algjör og enginn virðing er sýnd nokkrum sköpuðum hlut. Er þetta samfélagið sem við viljum ala börnin okkar í. Guð mun dæma á hinsta degi, munið það og elskið hvort annað.

Sigrún Hjálmarsdóttir húsmóðir

Svo hringdi hún í hann Gústaf heimspekinema sem var svolítið tregur og átti bágt fjárhagslega séð og neyddi hann til að sleikja á sér tærnar fyrir lágmarkstaxta helvítis merin!

Dec 14, 2007

Vegna veðurs

Nú er ég ósáttur neikvæður mjög,
og neita að trúa´ að ei hjálpi mér lög.
Í morgun tók hjarta mitt hratt aukaslög.
Horfið var trampólínið.
Stend á því fastur og stýri í drög,
stal því, helvítis svínið.

Og ekki lét stelþjófur stólana mína,
né stálhúðað gasgrillið vera, ó pína.
Eitt vil ég segja og sérlega brýna,
setjið allt lauslegt í geymslurnar strax.
Kerrur og garðálfa´ og kettina þína,
svo Kári ei ræni þig í skjóli dags.

Dec 11, 2007

Andinn hefur yfirgefið mig

Nú hef ég bara frá engu að segja. Get ekki einu sinni montað mig almennilega.

Er það bara ég eða verður Ragnhildur Steinunn bara sætari og sætari?